Einstakar aðferðir

Rík saga og sannað, nýstárlegt ferli hefur tengt Dale Carnegie þjálfun við fólk um allan heim sem leitar að alvöru umbreytingum og árangri.

Hvað gerir Dale Carnegie frábrugðið öðrum?

Yfir 100 ára reynsla gerir Dale Carnegie þjálfun fremst á meðal jafningja á þjálfunarmarkaði og þann sem setur viðmið fyrir aðra í þróun lausna í starfsþjálfun.

Árangursbreytingarferli

Dale Carnegie upplifunin heldur nemendum við efnið, allt frá fyrstu samskiptum yfir í eftirfylgni og aðstoð til þess að styrkja mikilvæga hegðun. Aðferðafræði okkar stuðlar að þróun á nauðsynlegri færni og venjum til að koma á frammistöðubreytingum. Að okkar mati er hugarfarsbreyting jafnmikilvæg og breyting á hegðun. Performance Change Pathway™ sýnir úthugsaða aðferð okkar við að búa til námskeið sem stuðla að bættri frammistöðu fólks.
default alt tag
Dale Carnegie Performance Change Pathway™ byggir á fimm meginþáttum: innlegg, skilningur, upplifun, viðhald og útkomu. Við vitum að þessir þættir eru nauðsynlegir fyrir hönnun og framkvæmd á námskeiðunum okkar. Þeir mynda símenntunaráfanga fyrir þátttakendur og stuðla að árangri meðal fyrirtækja.

Líttu á þetta sem verkfæri sem umbreyta árangri þínum.

Ferlið okkar er hannað til þess að komast að kjarna þess sem fyrirtækið þitt þarfnast og til að þróa sérsniðna lausn. Við notum 5 skrefa ferli sem leggur áherslu á þjálfun starfsmanna.
Process Steps Infographic OvalProcess Steps Infographic Arc Forvinna GreiningSamvinnaNýbreytniÁhrif
Við vinnum saman að því að skilgreina væntingar

Við hjálpum þér að þróa skýra stefnumótandi sýn, fyrst með því að móta sýn fyrirtækisins og svo með því að afhjúpa þær hindranir sem gætu staðið í vegi fyrir því að komast á áfangastað. Það eru í raun þær hindranir sem við þurfum að hreinsa í burtu.

Við greinum til að skilgreina þarfirnar

Nú þegar við vitum hvað hindrar þig skulum við eiga heiðarlegt samtal til að skilja hvar fyrirtækið stendur í dag þannig að við getum sett stefnuna á að ná markmiðunum. Þegar viðmiðið hefur verið sett og áætlun er fyrir hendi, getum við þróað sérsniðnar þjálfunarlausnir sem styðja sérstaklega við þarfir fyrirtækisins.

Við öflum samvinnu á öllum sviðum

Við heyrum í starfsfólki á ýmsum sviðum til að hlusta á skoðanir á markmiðum fyrirtækisins, finna vöntun á hæfni og koma auga á viðhorf sem geta annað hvort stutt við eða grafið undan breytingunum..

Við hvetjum til nýbreytni

Dale Carnegie þjálfun hefur áhrif á fólk þannig að það geti haft áhrif á fyrirtæki sín sem geta haft áhrif á samfélagið. Framfarir eru knúnar áfram af krafti umbreytingarinnar og sú vinna gerist innan frá. Þjálfunarlausnir okkar veita mælanlega árangur og kortleggja hæfileika sem við þurfa að vera fyrir hendi hjá starfsfólki til að ná markmiði fyrirtækisins.

Við höfum áhrif á árangur

Þjálfunin okkar er þekkt fyrir að kveikja á langvarandi hegðunarbreytingum og hvetja til tilfinningalegrar og vitsmunalegrar þátttöku í fyrirtækjum af öllum stærðum. Einstaklega árangursríkar aðferðir Dale Carnegie hafa farið um allan heim í meira en heila öld. Við erum staðráðin í að hjálpa þínu fyrirtæki að ná ykkar markmiðum.

Haltu utan um árangur þinn

Hugsaðu um endurmenntun hjá Dale Carnegie sem eitthvað til að vera stolt/ur af að hafa lokið. Láttu aðra vita af árangri þínum með því að taka það fram á ferilskránni þinni og í atvinnuviðtölum. Það mun gefa þér töluvert forskot.

Þú færð útskriftarskjal

Með því að ljúka ákveðnum lágmarksfjölda tíma á námskeiðunum ávinnurðu þér alþjóðlegt útskriftarskjal. Margir framhaldsskólar gefa einingar fyrir lokið námskeið.

Þjálfunaraðferðir okkar tryggja árangur.

Skoðaðu dæmi um hvernig aðrir einstaklingar og fyrirtæki hafa haft ávinning af því að ljúka þjálfun hjá Dale Carnegie
: